Nokia Asha 303 - Skrifa texta með lyklaborðinu

background image

Skrifa texta með lyklaborðinu
Síminn er með lyklaborð.

Tækið tekið í notkun

5

background image

1

Virknitakki. Þau sértákn sem eru prentuð efst á takkana eru slegin inn með því

að halda inni virknitakkanum og ýta svo á viðkomandi takka. Til að slá inn nokkra

sérstafi í röð ýtirðu tvisvar á virknitakkann. Til að skipta yfir í venjulega stillingu

ýtirðu aftur á virknitakkann.

2

Skiptitakki. Til að skipta á milli hástafa og lágstafa skaltu ýta tvisvar á

skiptitakkann. Til að setja inn stakan hástaf í lágstafastillingu eða stakan lágstaf

í hástafastillingu, skaltu ýta á skiptitakkann og ýta síðan á viðeigandi

bókstafatakka.

3

Sym-takki. Ýttu á sym-takkann og veldu viðeigandi staf til að setja inn sérstafi

og tákn sem sjást ekki á lyklaborðinu.

4

Bakktakki. Ýttu á bakktakkann til að eyða staf. Haltu bakktakkanum inni til

að eyða mörgum stöfum.

5

Færslutakki. Ýttu á færslutakkann til að færa bendilinn yfir í næstu línu eða

innsláttarreit. Viðbótaraðgerðir fara eftir því hvað er verið að gera. Í veffangsreit

vafrans er hefur færslutakkinn til dæmis sömu virkni og táknið Fara á.

6

Ctrl-takki

Stafbrigði sett inn
Þú getur til dæmis sett inn broddstafi. Til að setja inn á skaltu halda inni sym-takkanum

og ýta endurtekið á A þar til viðeigandi stafur birtist. Það fer eftir ritunartungumálinu

hvaða stafir eru í boði og röð þeirra.