SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir
Til athugunar: Slökkva skal á tækinu og aftengja hleðslutækið og önnur tæki áður
en fram- og bakhliðarnar eru fjarlægðar. Forðast skal að snerta rafræna íhluti þegar
verið er að skipta um fram- og bakhliðar. Alltaf skal geyma og nota tækið með áföstum
fram- og bakhliðum.
Mikilvægt: Þetta tæki er aðeins ætlað til notkunar með venjulegu SIM-korti (sjá
mynd). Ef ósamhæf SIM-kort eru notuð gæti það skaðað kortið eða tækið og gæti
skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu. Fáðu upplýsingar hjá símafyrirtækinu um
notkun SIM-korta með mini-UICC straumloka.
Þessi sími er ætlaður til notkunar með BP-3L rafhlöðu. Notið alltaf rafhlöður frá Nokia.
SIM-kortið og innihald þess getur hæglega orðið fyrir skemmdum ef það er rispað eða
beygt svo fara skal varlega þegar það er meðhöndlað, sett inn og tekið út.
1 Slökktu á símanum.
6
Tækið tekið í notkun
2 Dragðu krækjuna á bakhliðinni að neðri hluta símans og fjarlægðu bakhliðina.
3 Fjarlægðu rafhlöðuna ef hún er í símanum.
4 Lyftu hlífinni á SIM-kortahöldunni, gættu þess að snertiflötur SIM-kortsins snúi
niður og komdu kortinu fyrir í höldunni.
5 Leggðu SIM-kortahölduna niður.
Tækið tekið í notkun
7
6 Gættu að snertum rafhlöðunnar og settu rafhlöðuna í.
7 Beindu neðri lásunum að raufunum og ýttu svo niður þar til hliðin smellur á sinn
stað.
Fjarlægja SIM-kortið
1 Slökktu á símanum.
2 Fjarlægðu bakhliðina.
3 Fjarlægðu rafhlöðuna ef hún er í símanum.
4 Lyftu hlíf SIM-kortahöldunnar og taktu SIM-kortið úr símanum.