Minniskorti komið fyrir
Aðeins skal nota samhæf minniskort sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu
tæki. Ósamhæf minniskort gætu skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð
eru á kortinu.
Síminn styður minniskort sem eru allt að 32 GB að stærð.
8
Tækið tekið í notkun
1 Slökktu á símanum, taktu bakhliðina af og fjarlægðu rafhlöðuna.
2 Til að losa minniskortsfestinguna skaltu renna henni í áttina sem örin vísar í. Lyftu
minniskortahöldunni (1).
3 Gakktu úr skugga um að snertiflötur minniskortsins snúi niður og settu kortið inn
(2).
4 Leggðu minniskortahölduna niður (3).
5 Til að læsa minniskortsfestingunni rennirðu henni í upphafsstöðu sína (4).
Minniskort fjarlægt
1 Slökktu á símanum.
2 Fjarlægðu bakhliðina og rafhlöðuna.
3 Til að losa minniskortsfestinguna skaltu renna henni í áttina sem örin vísar í.
Opnaðu minniskortsfestinguna og taktu minniskortið úr henni.