Um netsímtöl
Hægt er að hringja og svara símtölum um internetið (sérþjónusta). Netsímaþjónustur
geta stutt símtöl á milli tölva, á milli farsíma og á milli netsímabúnaðar (Voice over
Internet Protocol, VoIP) og venjulegs síma.
Hjá sumum netþjónustuveitum er boðið upp á ókeypis netsímtöl. Upplýsingar um
framboð og kostnað vegna tengingar fást hjá netþjónustuveitunni.
Verið getur að hömlur séu á notkun netsímtala og annarri þjónustu í sumum löndum.
Nánari upplýsingar má fá hjá söluaðila Nokia, þjónustuveitu eða yfirvaldi á staðnum.
Til að hringja eða svara netsímtali þarftu að vera innan sendisvæðis þráðlauss
staðarnets eða 3G-símkerfis og hafa skráð þig inn í netsímaþjónustu.
Þegar 3G-símkerfi er notað til að hringja netsímtöl skaltu ganga úr skugga um að
þjónustuveitan þín styðji netsímtöl á 3G-kerfi. Mælt er með fastri áskrift til að spara
kostnað.
Ábending: Ef þú hefur ekki áskrift með föstu mánaðargjaldi hjá þjónustuveitunni þinni
geturðu sparað gagnaflutningskostnað með því að tengjast við þráðlaust staðarnet.