
Kortum hlaðið niður
Ef þú velur svæði á kortinu sem er ekki vistað á minniskortinu og tenging við internetið
er virk er korti fyrir svæðið hlaðið sjálfkrafa niður.
Við notkun þjónustu eða niðurhal efnis getur þurft að hlaða niður miklu gagnamagni
og greiða fyrir gagnaflutning.
Ábending: Vistaðu ný götukort í símanum þínum áður en þú leggur af stað þannig að
þú getir skoðað kortin án nettengingar þegar þú ert á ferðinni. Notaðu Nokia Suite
tölvuforritið til að hlaða niður nýjustu kortunum og afritaðu þau svo yfir í símann þinn.
Til að hlaða niður og setja upp Nokia Suite skaltu opna www.nokia.com/support.