Aðgerðir á snertiskjá
Til að hafa samskipti við viðmót snertiskjásins skaltu smella á snertiskjáinn eða smella
og halda honum inni.
Forrit eða aðrar skjáeiningar opnaðar
Smelltu á forritið eða eininguna.
Sérstakir valkostir opnaðir
Smellu á hlutinn og haltu honum inni. Skyndivalmynd með tiltækum valkostum opnast.
12
Grunnnotkun
Lista eða valmynd flett
Settu fingurinn á skjáinn, renndu honum hratt upp eða niður á skjánum og slepptu
svo. Flett er áfram í efni skjásins á sama hraða og í sömu átt og áður. Til að velja hlut
af flettilistanum og stöðva hreyfinguna smellirðu á hlutinn.
Strjúka
Settu fingur á skjáinn og renndu fingrinum ákveðið í tiltekna átt.
Þegar mynd er til dæmis skoðuð er strokið til vinstri til að sjá næstu mynd. Til að skoða
myndirnar þínar í fljótheitum strýkurðu hratt yfir skjáinn og flettir svo til vinstri eða
hægri gegnum smámyndirnar.